top of page

Emelía Crivello er nemandi á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, útskriftarár 2015.

 

Emelía hefur áhuga á jöðrum sviðslistanna og hefur í sinni höfundasköpun lagt áherslu á að spyrja spurninga og leitast við að finna nýjar leiðir.  Hún hefur jafnframt áhuga á að sviðsetja sjálfan sig sem höfund.  

 

Bakrunnur Emelíu í sviðslistum kemur úr listdansi.  Hún útskrifaðist af  nútímalistdansbraut frá Klassíska Listdansskólanum vorið 2009. Sama ár hlaut hún tilnefningu til Grímunnar sem danshöfundur ársins fyrir verkið Er þetta dans? sem framleitt var á vegum Ugly Duck Productions. 

 

Frá árinu 2007 hefur Emelía stuðlað að dansnámskeiðum á Egilsstöðum, verkefnið sem nefnist Dansstúdíó Emelíu hefur tvívegis hlotið styrk frá Menningarráði Austurlands. Árið 2014 hlaut Emelía heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til listdanskennslu á Fljótsdalshéraði sl. 7 ár.   

 

Emelía var umsjónarmaður skapandi sumarstarfs á Fljótsdalshéraði árin 2010- 2014 í samvinnu við Sviðslistamiðstöð Austurlands þar sem hún vann með börnum á aldrinum 14-16 að ýmsum skapandi verkefnum. Þar má m.a. nefna tvær stórar dansleikhússýningar, fjölmörg vídjóverk, gjörninga og tónlist.

 

 

bottom of page